Við smíðum stafrænar vörur
Við veitum ráðgjöf varðandi veftækni og smíðum sérsniðin vefkerfi, veflausnir og netverslanir að þínum þörfum.


Ráðgjöf
Kaktus býr yfir reynslumiklu starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu á sviði hugbúnaðargerðar. Við bjóðum upp á ráðgjöf á sviði frumgreininga, hönnunar, forritunar, gæða- og verkefnastýringar. Hugmyndaauðgi er okkar besta vopn!

Vefsmíði
Snjallar vefsíður og sjálfvirkir netverslanir . Kaktus smíðar netverslanir með tengingar við greiðslugáttir og póstsendingar. Vefsmíði frá Kaktus fanga alla þá eiginleika sem framúrskarandi söluvefur þarf á að halda.

Sérlausnir
Sérsmíðaðar veflausnir fyrir þína vefsíðu. Tengingar við bókhaldskerfi, póstsendingar, ýmis sérvirkni eða tengingar. Ekkert er of tæknilegt fyrir okkur!
Medio
Rafrænt útibú fyrir apótekið þitt


Medio auðveldar fólki að kaupa lyfseðilsskyld lyf rafrænt og eykur valmöguleika í afhendingu. Fólk fær skilaboð þegar læknir sendir lyfseðil í lyfjagátt, það getur þá greitt fyrir og valið afgreiðslumáta um leið. Fólk getur valið um að sækja í ákveðið apótek, fá sent heim eða sótt á pósthús eða póstbox.
Tilgangur Kaktus með smíði á Medio, er að gera öllum apótekum, stórum sem smáum, kleift að selja lyf á netinu – viðskiptavinum til þæginda.
Félagakerfi
Heildar launsir fyrir félagakerfi


Mínar síður fyrir félagasamtök er sérlega hentugt fyrir öll stéttar-, góðgerðar-, íþróttafélög og klúbba. Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið og taka það í notkun. Mínar síður er unnið í nánu samstarfi við dk hugbúnað.
dk fyrir félagasamtök inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það félaga-, sjóða, styrkja- og innheimtukerfi, tengingar við orlofshúsakerfi, veflausnir, þjóðskrártengingu, námskeiðsskráningarkerfi og margt fleira. Mínar síður er 100% tengt við dk.








